Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir ekkert til í því að Gabriel Jesus sé á förum í sumar.
Framherjinn gekk í raðir Arsenal fyrir síðustu leiktíð frá Manchester City en undanfarna daga hafa verið háværir orðrómar um að enska félagið sé opið fyrir því að selja hann í sumar og horfa á aðra kosti.
„Ég veit ekki hvaðan þessar fréttir eru að koma,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í dag.
Jesus er í framtíðarplönum Arsenal.
„Það er engan veginn í áætlunum okkar að láta hann frá okkur.“
Næsti leikur Arsenal er á heimavelli gegn Bournemouth á morgun. Liðið gerir sér enn vonir um að skáka Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.