Föstudaginn 3. maí verður dregið í undankeppni EM 2025 hjá U17 og U19 karla.
Drátturinn í undankeppnina hjá U17 karla hefst kl. 11:00 og kl. 12:00 hjá U19 karla.
Leikið verður eftir nýju skipulagi í undankeppninni hjá U17 karla og verður sama skipulag tekið upp hjá U19 karla fyrir tímabilið 2026/27.
Lokakeppni EM 2025 hjá U17 karla fer fram í Albaníu og hjá U19 karla í Rúmeníu.