fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. maí 2024 08:20

Jón Rúnar Halldórsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson, áhrifamaður í íslenskum fótbolta og öflugur viðskiptamaður segir erlenda aðila ekki skilja upp né niður í því að hér á landi séu byggðar knattspyrnuhallir fyrir fleiri milljarða.

Jón Rúnar segir að aðilar sem tengjast ECA, sem eru samtök knattspyrnufélaga í Evrópu ekki botna neitt í þessu.

Jón sem var lengi vel formaður FH hefur komið að því að byggja knatthallir FH-ingar sem ekki eru upphitaðar. Köld hús sem koma í veg fyrir veður og vind, eitthvað sem Jón segir að tíðkist í Evrópu.

„Þetta er svo mikið rugl, fábjánagangur. Þetta er bling-gangur eins og krakkarnir sögðu,“ sagði Jón Rúnar í Chess after dark hlaðvarpinu.

Hann segir að það sé verra fyrir knattspyrnumenn að æfa í upphituðum höllum eins og eru í Garðabæ, Kópavogi, Reykjavík og víðar.

„Ég bendi á Erling Haaland, ólst upp í Noregi og ólst upp í svona höllum. Í upphitaðri höll eru loftskipti hægari, súrefnisupptaka er minni, leikurinn er hægari. Svo segja menn að það sé svo óþægilegt að vera í kuldanum, þú þarft að hreyfa þig. Við erum að sækja skjól fyrir snjó, rigningu og vindi.“

Hallir sem eru upphitaðar kosta miklu meira en höll eins og FH hefur byggt, líklega fimm eða sex sinnum meira.

„Það að vera að byggja hallir 5 og 6 milljarða, svo hafa klúbbarnir ekki efni á því að kaupa sér samloku á ferðalagi. Þetta er galið.“

„Það skilur þetta enginn í útlöndum, ekki nokkur maður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona