Hollywood stjörnurnar í Wrexham ætla að koma liðinu í ensku úrvalsdeildina á næstu fimm árum.
Um er að ræða þá Rob Mcelhenney og Ryan Reynolds en þeir hafa báðir gert flotta hluti sem leikarar í Bandaríkjunum og eru heimsfrægir.
Þeir eignuðust lið Wrexham fyrir um þremur árum síðan en liðið mun spila í þriðju efstu deild næsta vetur.
McElhenney hefur nú staðfest það að nýr völlur sé í vinnslu en hann verður stærri en heimavöllur bæði Chelsea og Aston Villa.
McElhenney segir að hugmyndin sé að völlurinn muni taka allt að 55 þúsund manns í sæti en núverandi völlur liðsins tekur um 12 þúsund manns.
Wrexham lék í utandeildinni fyrir ekki svo löngu síðan og ætla Reynolds og McElhenney að fara alla leið með verkefnið og stefna hátt fyrir framtíðina.