Iain Dowie fyrrum þjálfari í ensku úrvalsdeildinni var nær dauða en lífi þegar fór í spinningtíma og fór í hjartastopp.
Dowie þjálfaði í nokkur ár í enska boltanum en hefur ekki þjálfað frá árinu 2010 þegar hann var með Hull.
Dowie fór í spinningtíma nálægt heimili sínu. „Ég fór í spinningtíma og man ekki meira, ég fór í hjartastopp,“ sagði Dowie.
Hann er þakklátur fólkinu sem var í tímanum. „Það var mikið að fólki sem brást við, ég er þeim þakklátur. Svo kom sjúkrabíll og ég var á spítala í nokkra daga.“
„Ég hef verið frábær síðan og hjartað er í góðu lagi, ég er með bjargráð sem heldur mér vonandi gangandi í góð tuttugu ár í viðbót,“ sagði Dowie sem er 59 ára gamall í dag.