Guy Smit, markvörður KR, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir framkomu sína eftir tap liðsins gegn Breiðabliki á sunnudag.
Smit vildi ekkert gefa af sér til barna á Meistaravöllum eftir leik og ýtti einhverjum þeirra frá sér. Þetta varð harðlega gagnrýnt.
Meira
Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans
„Ég var að sjá myndbandið og ég vil biðja alla þessa krakka og foreldra þeirra afsökunar ef ég kom illa fram við þau. Ég var auðvitað vonsvikinn og vildi klára það sem fyrst að þakka áhorfendum fyrir leikinn, biðja þá afsökunar og drífa mig inn í búningsklefa,“ segir Smit í afsökunarbeiðni sem birtist á Vísi.
Smit gekk í raðir KR í vetur en hann hefur einnig leikið með ÍBV, Val og Leikni R. hér á landi undanfarin ár.