Thiago Silva tilkynnti í gær að hann myndi yfirgefa Chelsea í sumar eftir fjögur ár hjá félaginu. Í tilefni að því var rifjuð upp frétt af honum og eiginkonu hans, Isabelle, frá því í vetur í enskum miðlum.
Þau fóru þá út að borða ásamt börnum sínum eftir leik Chelsea og birti Isabelle mynd af reikningnum.
Þar mátti til að mynda sjá fót af kóngakrabba sem kostaði 95 pund og var það dýrasta á reikningum.
Alls kostaði kvöldverður fjölskyldunnar um 900 pund eða tæplega 160 þúsund krónur.
Isabelle var vægast sagt hissa á þessu. „Hefðbundinn fjölskyldukvöldverður,“ skrifaði hún og birti mynd af upphæðinni.
Hér að neðan má sjá reikninginn.