Það er óhætt að segja að treyja sem sögð er varatreyja Arsenal á næstu leiktíð falli ekki vel í kramið meðal stuðningsmanna.
Um er að ræða svarta treyju með grænum og rauðum röndum á ermunum. Er hún framleidd af Adidas eins og undanfarin ár.
Þetta er ekki staðfest varatreyja Arsenal á næstu leiktíð en enskir miðlar segja henni hafa verið lekið.
Stuðningsmenn eru vægast sagt ósáttir með þessa treyju og kalla jafnvel einhverjir eftir því að Arsenal segi nú skilið við Adidas.
Sjón er sögu ríkari.