fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. apríl 2024 21:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik sinna manna við KR í Bestu deildinni.

Blikar unnu 3-2 sigur á KR á útivelli og svaraði vel fyrir sig eftir óvænt tap gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum í vikunni.

KR völlurinn var alls ekki upp á tíu í kvöld og var grasið óheillandi og ræddi Halldór á meðal annars um það í sjónvarpsviðalinu.

,,Ég er mjög ánægður með frammistöðu míns liðs, menn lögðu mikla vinnu í þennan leik og voru ákveðnir og fastir fyrir,“ sagði Halldór.

,,Við skorum gríðarlega gott mark til að komast yfir og gerðum vel lengst af varnarlega, við fengum ekki færi á okkur fyrr en undir blálokin. Það var virkilega vel gert að standa af sér sóknir KR-inga undir lokin.“

,,Völlurinn er bara svo erfiður og þú veist ekki alveg hvar boltinn endar þegar þú spilar honum innanfótar.“

,,Benjamin var upp á topp að berjast við Finn og Axel og gerði það hrikalega vel, hann setti þá í mikil vandræði. Við gátum ógnað úr nokkrum áttum og fengum ótal færi í fyrri hálfleik til að komast yfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar