fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. apríl 2024 10:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, viðurkennir að hann hafi ekki rætt við eiganda félagsins Todd Boehly í marga mánuði.

Starf Pochettino er talið vera í hættu en gengi Chelsea á tímabilinu hefur alls ekki verið ásættanlegt.

Líkur eru á að Chelsea fái inn annan þjálfara fyrir næsta tímabil en liðið mætir Aston Villa í kvöld í erfiðum leik.

,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá höfum við ekkert talað saman síðustu mánuði,“ sagði Pochettino.

,,Ekkert hefur breyst, við erum ekki að breyta neinu. Mitt viðhorf og mínar tilfinningar hafa ekki breyst þó samtalið sé ekki virkt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar