fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. apríl 2024 10:30

Vél frá Delta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Terry fyrrum fyrirliði Chelsea segir frá ótrúlegri sögu úr herbúðum Chelsea þar sem hann og þáverandi stjóri liðsins, Andre Villas-Boas fóru að rífast.

Atvikið átti sér stað árið 2011 þegar Villas-Boas hafði tekið við liði Chelsea. Liðið var á leið til Hong-Kong í æfingaferð.

Þegar komið var um borð í vélina sá Terry að hann og fleiri leikmenn úr aðalliðinu áttu að sitja í almennu farrými en ungir leikmenn áttu að vera á fyrsta farrými.

„Við komum í vélina og ég sit á almennu farrými í 13 tíma flugi en ungir leikmenn voru settir á fyrsta farrými,“ segir Terry í nýlegu viðtali.

„Þarna ætlaði AVB að setja niður fótinn og sanna að hann réði ferðinni. Ég fer um borð og sé að Lampard er á fyrsta farrými og ég er þarna aftast.“

Terry tók þetta ekki í mál og steig hressilega niður fæti. „Ég lét vita að vélin færi ekki á loft fyrr en að ungu drengirnir væru komnir á almennt farrými og við eldri leikmennirnir sem höfðum byggt upp þetta félag værum á fyrsta farrými.“

„Þetta er fyrir framan alla, ungu leikmennirnir færa sig og Villas-Bas kemur til mín og spyr hvert vandamálið sé. Ég læt hann vita að vélin fari ekki fyrr en þetta hafi breyst.“

„Þetta endar með því að eldri leikmenn fara á fyrsta farrými, þannig á þetta að vera. Ungu leikmennirnir þurfa að vinna sig upp. Vélin hefði ekki farið í loft ef þetta hefði ekki verið gert, ég, Lampard og Drogba hefðum séð til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kominn með nóg af slæmu gengi og reynir aftur að fara

Kominn með nóg af slæmu gengi og reynir aftur að fara
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Búnir að finna eftirmann Tudor

Búnir að finna eftirmann Tudor
433Sport
Í gær

Lögreglan fer með í lið og fólk sem notar ólögleg streymi gæti fengið heimsókn

Lögreglan fer með í lið og fólk sem notar ólögleg streymi gæti fengið heimsókn
433Sport
Í gær

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“