fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 21:15

Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum af fjórum í kvöld er lokið í Mjólkurbikar karla.

Stærsti leikurinn var án efa á Hlíðarenda þar sem Valur tók á móti FH.

Það er óhætt að segja að heimamenn hafi stjórnað þessum leik frá A-Ö. Hólmar Örn Eyjólfsson kom þeim yfir strax á 5. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Patrick Pedersen bætti við marki þegar um fimm mínútur lifðu fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 2-0.

Yfirburðir Vals voru áfram miklir og Tryggvi Hrafn Haraldsson kom þeim í 3-0 snemma í seinni hálfleik. Seint í leiknum varð vont verra fyrir FH þegar varamaðurinn Grétar Snær Gunnarsson fékk beint rautt spjald.

Þá var spennandi leikur í Laugardalnum þar sem Lengjudeildarlið Þróttar tók á móti Bestu deildarliði HK. Gestirnir unnu 1-2 með mörkum nýja mannsins. George Nunn.

Þá burstaði KR 4. deildarlið KÁ, sem þó komst yfir, 2-9.

Valur 3-0 FH
1-0 Hólmar Örn Eyjólfsson
2-0 Patrick Pedersen
3-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson

Þróttur R. 1-2 HK
0-1 George Nunn
1-1 Viktor Andri Hafþórsson
1-2 George Nunn
Markaskorarar af Fótbolta.net

KÁ 2-9 KR
1-0 Bjarki Sigurðsson
1-1 Benoný Breki Andrésson
1-2 Luke Rae
1-3 Benoný Breki Andrésson
1-4 Luke Rae
2-4 Friðleifur Friðleifsson (Víti)
2-5 Axel Óskar Andrésson
2-6 Alex Þór Hauksson
2-7 Óðinn Bjarkason
2-8 Óðinn Bjarkason
2-9 Eyþór Aron Wöhler
Markaskorarar af Fótbolta.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hákon hélt hreinu gegn Jasoni

Hákon hélt hreinu gegn Jasoni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Í gær

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Í gær

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi