fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 21:43

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum brattur eftir 3-0 sigur Vals á FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld.

Lestu um leikinn

„Ég held við höfum bara spilað nokkuð vel. Við stjórnuðum leiknum alveg frá fyrsta marki og siglum þessu heim í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi við RÚV eftir leik, en Valur komst yfir strax á 5. mínútu leiksins.

Gylfi er uppalinn í FH og var spurður að því hvernig tilfinningin hafi verið að mæta þeim.

„Bara mjög fín. Einbeitingin var bara á að vera áfram í keppninni í næstu umferð. Eftir tvo leiki þar sem við vorum ekki nógu ánægðir með úrslitin var auðvelt að setja það til hliðar og einbeita okkur að því að spila vel í dag.“

Gylfi á sér engan óskamótherja í 16-liða úrslitunum.

„Það þarf að vinna þessi úrvalsdeildarlið ef við ætlum að fara alla leið. Ég eiginlega veit ekki hvort við viljum annað lið í efstu deild eða eitthvað annað. En kannski er bara auðveldara að spila á móti bestu liðunum, það eru bestu leikirnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hákon hélt hreinu gegn Jasoni

Hákon hélt hreinu gegn Jasoni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Í gær

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Í gær

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi