Aston Villa hefur staðfest framlengingu á samningi Unai Emery til 2027.
Fréttir af þessu komu fram á sjónarsviðið í morgun en hafa nú verið staðfestar af félaginu.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir Villa en stjórinn hefur snúið gengi liðsins við frá því hann tók við á fyrri hluta síðustu leiktíðar.
Villa var í vandræðum í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar þegar Emery tók við en nú er liðið á góðri leið með að ná Meistaradeildarsæti og er komið í undanúrslit Sambandsdeildarinnar.
David Ornstein, blaðamaður á The Athletic, sagði í morgun eigendur Villa sjá Emery, sem áður hefur stýrt liðum eins og Arsenal og PSG, sem sinn eigin Sir Alex Ferguson sem var við stjórnvölinn hjá Manchester United í 27 ár.
Aston Villa are thrilled to announce head coach Unai Emery has agreed to a contract extension until 2027. ✍️
— Aston Villa (@AVFCOfficial) April 23, 2024