fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 18:30

Gary Martin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin var fyrr í dag lánaður í Víkings Ólafsvík sem leikur í 2. deild karla en hann kemur til félagsins frá Selfossi. Enski framherjinn var ekki í plönum Selfoss eftir að Bjarni Jóhannsson tók við.

Samkvæmt heimildum 433.is mun Selfoss halda áfram að borga stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin sem hann er með hjá félaginu.

Heimildarmaður 433.is segir að Gary sé með um 800 þúsund krónur í laun á mánuði hjá Selfoss sem féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar og leikur því í 2. deildinni í sumar líkt og Ólafsvík.

Selfoss heldur áfram að borga stóran part af þeim launum sem Gary er með.

Gary þarf ekki að kynna fyrir áhugamönnum um íslenska knattspyrnu. Hann hefur leikið með ÍA, KR, Val, ÍBV og Selfossi á ferli sínum hér á landi. Þá hefur hann skorað 179 mörk í 329 leikjum á Íslandi. Hann hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari, tvívegis orðið bikarmeistari og í þrígang hefur hann verið markakóngur í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmenn United hittu Amorim á óvæntum stað í morgun

Stuðningsmenn United hittu Amorim á óvæntum stað í morgun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld
433Sport
Í gær

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“
433Sport
Í gær

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar hingað til

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar hingað til