Thiago Silva er búinn að taka ákvörðun um eigin framtíð en hann hefur sjálfur staðfest það.
Um er að ræða varnarmann Chelsea sem er 39 ára gamall og er aldursforseti félagsins en fær þó reglulega að spila.
Talið er að Silva geti verið á leið aftur til heimalandsins, Brasilíu, en samningur hans rennur út í sumar.
,,Þið fáið að vita af þessu á næstu dögum. Ég vil ekki tjá mig eftir tapleik,“ sagði Silva við blaðamenn.
,,Ég er vonsvikinn með úrslitin gegn Manchester City en þessar fréttir munu koma í ljós. Ég er búinn að taka ákvörðun en í dag er ekki tíminn til að deila þeim fregnum.“