Jadon Sancho kantmaður Manchester United þénaði 12 milljónir punda utan vallar í fyrra og því er ljóst að kantmaðurinn er að moka inn peningum.
Þannig þénaði fyrirtæki í hans eigu 12,2 milljónir punda á síðustu leiktíð eða rúma 2 milljarða íslenskra króna.
Um er að ræða tekjur fyrir auglýsingar og ímyndarétt sem Manchester United greiðir honum.
Sancho þénar 350 þúsund pund á viku sem leikmaður United en hann er í dag á láni hjá Borussia Dortmund. Utan vallar þénaði hann 235 þúsund pund á viku.
Sancho Management fyrirtækið malar gull og borgaði Sancho sér 5,8 milljónir punda út úr fyrirtækinu á síðustu leiktíð.