fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum leikjum var að ljúka í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en framlengt er í einum þeirra.

Liverpool heimsótti Atalanta og þurfti að vinna upp þriggja marka tap í fyrri leiknum. Mohamed Salah kom enska liðinu yfir strax á 7. mínútu og því von fyrir lærisveina Jurgen Klopp.

Þeim tókst hins vegar ekki að fylgja þessu eftir og meira var ekki skorað. Atalanta vinnur einvígið samanlagt 3-1.

Í London tók West Ham á móti Bayer Leverkusen. Nýkrýndu Þýskalandsmeistararnir í Leverkusen unnu fyrri leikinn 2-0 og því á brattann að sækja fyrir West Ham. Heimamenn komust þó yfir með marki Michail Antonio á 13. mínútu eftir flotta sendingu Jarrod Bowen. Allt galopið.

Hamrarnir leituðu að öðru marki en allt kom fyrir ekki og í blálokin jafnaði Jeremie Frimpong fyrir Leverkusen og gerði út um einvígið. Samanlagt 3-1 fyrir Leverkusen sem er komið áfram.

Roma sló þá út AC Milan. Fyrri leik liðanna lauk 0-1 fyrir Roma sem vann 2-1 á heimavelli í kvöld. Gianluca Mancini og Paulo Dybala gerðu mörk Roma en Matteo Gabbia skoraði fyrir Milan. Samanlagt 3-1 eins og í áðurnefndum einvígum.

Það er framlengt í Frakklandi þar sem Marseille tekur á móti Benfica. Staðan eftir venjulegan leiktíma er 1-0 og samanlagt 2-2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gærdagurinn var tilfinningarússíbani – Rifjaði upp samtal við Diogo Jota eftir leik

Gærdagurinn var tilfinningarússíbani – Rifjaði upp samtal við Diogo Jota eftir leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn
433Sport
Í gær

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Í gær

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“