Eftir tap gegn Bayern Munchen í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær telja æðstu menn hjá Arsenal ljóst að framherja vanti í núverandi leikmannahóp.
The Sun segir frá þessu en Bayern sló Arsenal út með 1-0 sigri í Þýskalandi í gær.
Arsenal liðið var bitlaust í leiknum í gær og telur félagið ljóst að framherja vanti. Á þessari leiktíð hafa Kai Havertz og Gabriel Jesus skipt með sér hlutverkinu.
The Sun segir að Alexander Isak hjá Newcastle, Benjamin Sesko hjá RB Leipzig og Ollie Watkins hjá Aston Villa séu allir á blaði.