fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Vann sitt fyrrum lið á gamla heimavellinum – ,,Ég mun alltaf elska þetta félag“

Victor Pálsson
Mánudaginn 15. apríl 2024 08:30

Emiliano Martinez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Emiliano Martinez sendi stuðningsmönnum Arsenal hlý skilaboð eftir leik liðsins við Aston Villa í gær.

Martinez er í dag aðalmarkvörður Villa en hann var lengi í röðum Arsenal en fékk fá tækifæri.

Argentínumaðurinn stóð á milli stanganna í gær er Villa náði óvænt að sigra Arsenal á Emirates og hafði betur, 2-0.

Martinez sér alls ekki eftir tíma sínum í London og hefur í raun aðeins góða hluti að segja um sitt fyrrum félag.

,,Ég held að ég hafi verið þarna í tíu eða ellefu ár. Ég á ennþá vini hjá félaginu,“ sagði Martinez.

,,Ég fór þangað sem strákur en yfirgaf liðið sem karlmaður. Ég mun alltaf elska þetta félag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land