Jeremie Frimpong, leikmaður Bayer Leverkusen, skaut létt á Arsenal í myndbandi á samfélagsmiðlum í gær.
Leverkusen tryggði sér þýska meistaratitilinn í gær með 5-0 sigri á Werder Bremen. Liðið er því búið að binda endi á einokun Bayern Munchen þó fimm leikir séu eftir af tímabilinu.
Xhaka hefur verið frábær fyrir Leverkusen frá því hann kom frá Arsenal síðasta sumar. Hann skoraði til að mynda í leiknum í gær. Miðjumaðurinn var í topparáttu með Arsenal á Englandi í fyrra en að lokum missti liðið af titlinum til Manchester City.
„Þú komst frá Arsenal en vannst hérna,“ sagði Frimpong í myndbandi sem birtist af honum og Xhaka á samfélagsmiðlum í gær. Svisslendingurinn gat ekki annað en brosað.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Frimpong to Xhaka: "You came from Arsenal and you won it here.” 😭😭
— Bayern & Football (@MunichFanpage) April 14, 2024