KSÍ hefur samið við Jóhannes Karl Guðjónsson um framlengingu á samningi hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samningurinn gildir út nóvember 2025, en framlengist sjálfkrafa ef Ísland er í umspili um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026.
Skagamaðurinn Jóhannes Karl, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari A landsliðs karla í janúar 2022, er með KSÍ Pro þjálfaragráðu. Þjálfaraferilinn hóf hann hjá HK árið 2016 og var þar við stjórnvölinn þar til hann sneri heim á Skagann árið 2018 og tók við liði ÍA, sem hann stýrði þar til hann hóf störf með landsliðinu.
Næstu verkefni A landsliðs karla eru vináttuleikir á útivelli við England og Holland í júní.