Forráðamenn Manchester United eru verulega ósáttir með fréttir er varða kantmanninn Antony eftir helgina. Liðið gerði þá 2-2 jafntefli við Bournemouth.
Því hefur víða verið haldið fram að Antony hafi ekki verið valinn í hópinn eftir rifrildi við Erik ten Hag.
Á það rifrildi að hafa snúist um lítinn spilatíma Antony undanfarið. Þetta segja forráðamenn United að sé ekki rétt.
Þannig útskýrir félagið það þannig að Antony hafi ekki getað klárað æfingu liðsins á föstudag vegna veikinda.
Því hafi hollenski stjórinn tekið þá ákvörðun að velj hann ekki í hópinn fyrir ferðalagið suður á bóginn.
Antony hefur átt misjöfnu gengi að fagna hjá United frá komu hans til félagsins en félagið borgaði rúmar 70 milljónir punda fyrir hann þegar hann kom frá Ajax fyrir tæpum tveimur árum.
🚨 | #mufc are unhappy with rumours that Antony was left out because of a row with Ten Hag over playing time.
Club sources insist he wasn't able to play against Bournemouth because of an injury picked up on Friday, where he could not finish the session. [@RobDawsonESPN] pic.twitter.com/DMV2CdWnpQ
— UtdDistrict (@UtdDistrict) April 15, 2024