fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

„Sláandi“ að sjá tíðindin af Vestfirðingum en viðbrögðunum hrósað í hástert

433
Sunnudaginn 14. apríl 2024 08:30

Frá Ísafirði. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Mörgum var brugðið vegna frétta af því að einn af þremur bílum sem flutti lið Vestra aftur á Ísafjörð eftir leik gegn Fram á dögunum hafi oltið á leiðinni. Einn leikmaður, Sergine Fall, var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en enginn slasaðist alvarlega.

„Þetta var sláandi að sjá þetta,“ sagði Helgi í þættinum.

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, sagði að það kæmi til greina að endurskoða hvernig liðið ferðast í hvaða aðstæðum.

„Mér fannst flott hjá Samma að segja að hann væri sjálfur að endurskoða þetta. Hafiði keyrt vestur? Það getur alveg verið scary,“ sagði Hrafnkell.

Elmar Atli Garðarson, fyrirliði Vestra, fylgdi Fall suður á sjúkrahúsið.

„Mér finnst hann svo geggjuð týpa fyrirliðinn, að fara með honum suður. Það var sýnt frá því í Lengsta undirbýningstímabil í heimi um daginn að hann er að skjóta minnka og smíða á sumrin,“ sagði Hrafnkell sem er mikill aðdáandi Elmars.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Ithrottavikan s03e14 Bilslysid.mp4
play-sharp-fill

Ithrottavikan s03e14 Bilslysid.mp4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Talar um vírus í liði Liverpool – Segir að Slot verði að henda þessum úr liðinu

Talar um vírus í liði Liverpool – Segir að Slot verði að henda þessum úr liðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Í gær

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi
Hide picture