Aaron Ramsdale er betri markmaður en Nick Pope ef marka má ummæli fyrrum framherjans Andy Cole.
Ramsdale er varamarkmaður Arsenal í dag en David Raya stendur á milli stanganna og mun gera það á næstu leiktíð ef hann verður keyptur frá Brentford.
Pope er aðalmarkvörður Newcastle en hann er meiddur þessa stundina og hefur aðeins spilað 14 deildarleiki í vetur.
Cole telur að Ramsdale eigi að færa sig yfir til Newcastle í sumar og að hann myndi eigna sér stöðu aðalmarkvarðar fyrir næstu leiktíð.
,,Í níu skiptum af tíu, þegar leikmaður færir sig í annað félag þá eiga þeir að vera aðalmaðurinn frammi, í vörninni eða í markinu, hvað sem er,“ sagði Cole.
,,Ef Aaron ákveður að færa sig til Newcastle þá verður hann markmaður númer eitt. Að mínu mati hefur Arsenal farið illa með hann.“