Jurgen Klopp gagnrýndi samstarfsmann blaðamanns á fréttamannafundi fyrir leik Liverpool gegn Atalanta á morgun.
Þegar Klopp komst að því að það væri hollenskur blaðamaður í salnum spurði hann hvort hann þekkti Hollendinginn sem tók furðulegt viðtal við Jordan Henderson, fyrrum fyrirliða Liverpool og nú leikmann Ajax, eftir jafntefli gegn Fortuna Sittard í síðasta mánuði.
Sá þjarmaði að Henderson og virtist vilja fá hann til að viðurkenna að frammistaða Ajax í leiknum hafi verið léleg.
Jordan Henderson faces some difficult questions 👀 pic.twitter.com/ujzVQxO3Sh
— ESPN UK (@ESPNUK) March 13, 2024
„Þú ert ekki sá sem tók viðtalið við Henderson er það?“ spurði Klopp hollenska blaðamanninn á fréttamannafundinum í dag. Hollendingurinn svaraði neitandi.
„Gott. Þetta var vandræðalegt, fannst þér ekki? Þvílíkt hörmungar viðtal,“ sagði Klopp en blaðamaðurinn sagðist vinna með manninum sem tók viðtalið við Henderson.
„Líkaði þér það ekki,“ spurði hollenski blaðamaðurinn. „Líkaði það einhverjum?“ svaraði Klopp.
„Ég ræddi við hann eftir viðtalið og hann sá eftir því. Hann var of harður í því,“ sagði blaðamaðurinn áður en Klopp tók til máls á ný.
„Ég tek við afsökunarbeiðninni fyrir hönd Henderson.“
Myndband af þessu er hér að neðan.
😬 "What a horrible interview that was!"
Jurgen Klopp wasn't a fan of an interview a Dutch reporter gave with Jordan Henderson recently. pic.twitter.com/sQhVmB1vyg
— This Is Anfield (@thisisanfield) April 10, 2024