Michael Edwards nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool telur það ágætis hugmynd að selja Mohamed Salah í sumar ef gott tilboð komst.
HITC.com í Bretlandi segist hafa heimildir fyrir þessu en Salah mun í sumar eiga ár eftir af samningi sínum við Liverpool.
Lið í Sádí Arabíu vilja ólm kaupa Salah og reyndu það síðasta sumar án árangurs.
Talið er að Liverpool geti fengið allt að 200 milljónir punda frá Sádí Arabíu fyrir Salah en Al-Ittihad er líklegasti áfangastaður hans.
Deildin í Sádí Arabíu vill ólm fá Salah í hana þar sem hann er langstærsta nafnið á meðal múslima í fótboltanum.
Edwards er mættur aftur til starfa hjá Liverpool eftir nokkurt hlé en hann er þekktur fyrir klókindi á markaðnum.