Henry Winter einn virtasti blaðamaður þegar kemur að íþróttum á Englandi hefur verið rekinn úr starfi hjá The Times.
Winter hefur í mörg ár verið afar farsæll í starfi en hann hefur starfað sem ritstjóri á íþróttadeild Times í átta ár.
Winter er margverðlaunaður blaðamaður og var í tvígang á síðasta ári verðlaunaður sem besti íþróttablaðamaður Bretlands.
„Krafta minna er ekki óskað lengur, ég hef elskað átta árin hérna. Frábært fólk og ég þakka þeim fyrir,“ segir Winter.
Talið er að stærstu fjölmiðlar Bretlands muni berjast um það að krækja í Winter.
Some personal news: I’m leaving @thetimes @TimesSport. Been made redundant. I’ve loved my eight years there, great people, I thank them for the platform and I leave as current @SportSJA and @WeAreTheFSA Football Journalist of the Year 👍 pic.twitter.com/YPbXmqwwba
— Henry Winter (@henrywinter) April 10, 2024