Antonio Conte er efstur á óskalista forseta Napoli yfir næstu stjóra liðsins. Ítalski miðillinn Il Mattino segir frá þessu.
Napoli er í leit að stjóra fyrir sumarið. Walter Mazzari var rekinn í febrúar og Francesco Calzona stýrir liðinu sem stendur. Búist er við því að hann verði þó ekki áfram á næstu leiktíð og sé að taka við landsliði Slóvakíu.
Aurelio de Laurentiis, hinn skrautlegi forseti Napoli, vill fá Conte til að taka við í sumar samkvæmt Il Mattino. Sagt er að hann muni bjóða honum þriggja ára samning.
Conte er margreyndur stjóri en hann hefur verið án starfs frá því hann var rekinn frá Tottenham fyrir rúmu ári síðan.