Liverpool býst við að fá annað stórt tilboð í sóknarmanninn Mohamed Salah í sumarglugganum.
Salah var eftirsóttur á síðasta ári en lið í Sádi Arabíu bauð um 200 milljónir punda fyrir hans þjónustu.
Liverpool ákvað þó að hafna því boði og vildi halda sínum manni í allavega eitt ár til viðbótar.
TalkSport segir nú að Liverpool búist við tilboði í Salah í sumar en það verður töluvert lægra en í fyrra.
Al Hilal í Sádi Arabíu vill fá Salah í sínar raðir og er reiðubúið að greiða 70 milljónir punda fyrir Egyptann.