William Gallas, fyrrum leikmaður Chelsea, hvetur félagið til að krækja í tvo leikmenn Manchester United í sumar.
Um er að ræða þá Marcus Rashford og Bruno Fernandes en Gallas nefnir þann síðarnefnda sérstaklega.
„Marcus Rashford og Bruno Fernandes yrðu góðir kostir fyrir Chelsea. Þetta eru gæðaleikmenn,“ segir Gallas.
„Bruno er miðjumaður sem gæti spilað í tíunni hjá Chelsea, þar sem liðinu vantar gæði. Það eru margir ungir leikmenn í Chelsea og Bruno gæti hjálpað mikið á erfiðum köflum í leikjum.“