Það þykir afar líklegt að Romelu Lukaku fari til Sádi-Arabíu í sumar. Ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti heldur þessu fram.
Belgíski framherjinn er sem stendur á láni hjá Roma frá Chelsea. Hann hefur gert vel á leiktíðinni og er kominn með 18 mörk í öllum keppnum.
Chelsea hefur lítinn áhuga á að halda í Lukaku í sumar og vill nú selja hann endanlega. Ljóst er að Sádar gætu borgað vel fyrir kappann.
Sádar hafa þegar haft samband við leikmanninn sjálfan og eru skipti í kortunum.
Fjöldi stórstjarna fór til Sádi-Arabíu síðasta sumar og má búast við að svipað verði uppi á teningnum í ár.
🚨🎯 Romelu #Lukaku is emerging among the main targets of the Saudi League.
🗣️ The PIF already approached the 🇧🇪 ST and also #Chelsea, which want to sell Romelu – now on loan at #ASRoma – permanently.
📈 To date, a move to 🇸🇦 appears to be a very likely scenario. 🐓⚽ #CFC pic.twitter.com/fAqaSDKdCE
— Rudy Galetti (@RudyGaletti) April 7, 2024