fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Jón Þór stoltur þrátt fyrir tapið – ,,Hörku helvítis spirit í þessu hjá okkur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. apríl 2024 21:42

Jón Þór Hauksson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik liðsins við Val á Hlíðarenda.

ÍA tapaði í fyrstu umferð 2-0 gegn Val en fengu þó sín færi og hefðu hæglega getað haldið meiri spennu í viðureigninni.

Jón var þó sáttur með frammistöðu sinna manna en færanýtingin hefði mátt vera betri eins og hann segir sjálfur.

,,Mér fannst hörku helvítis spirit í þessu hjá okkur, við áttum undir högg að sækja í leiknum á köflum en vorum aldrei líklegir til að brotna,“ sagði Jón.

,,Við vorum í brasi með að koma boltanum frá í mörkunum og fáum líka seinna markið á okkur eftir fyrirgjöf. Við náum ekki að nýta okkar færi, við fáum tvö góð færi til að jafna stöðuna í 1-1.“

,,Það vantaði extra kraftinn og extra spirit en ég hef ekkert út á mína menn að setja, það var liðsheild í þessu. Það brotnaði aldrei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona