fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Gylfi skælbrosandi eftir leikinn í kvöld: Sáttur með markið – ,,Við tökum þessu rólega“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. apríl 2024 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson var skælbrosandi í kvöld eftir leik Vals og ÍA í Bestu deild karla en um var að ræða fyrstu umferð.

Gylfi skoraði annað mark Vals í þessum leik en Patrick Pedersen skoraði það fyrra og er nú kominn með 100 mörk í efstu deild.

Gylfi ræddi við Stöð 2 Sport eftir lokaflautið í kvöld og virkaði virkilega ánægður með sigurinn og lífið hér heima.

,,Þetta var erfitt, mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum en þegar staðan er 1-0 undir lokin eða 2-0, ÍA er alltaf inni í leiknum ef þeir skora en þetta er örugglega fínt miðað við fyrsta leik,“ sagði Gylfi.

,,Það er erfitt að meta síðasta leik bæði fyrir okkur og Víkinga, það var það kalt og völlurinn.. Það var erfitt að spila gegn Víkingum.“

,,Formið er fínt, ég er smá frá sharpness, það vantar 2-3 leiki í viðbót en við tökum þessu rólegu fyrstu leikina, vonandi bætum við rólega 10-15 í hverjum leik.“

,,Ég er ánægður með að hafa skorað og það er gott fyrir striker að fá mörk, við munum þurfa hann í sumar en það var frábært fyrir mig að ná inn mínu fyrsta marki.“

,,Það er aðallega kuldinn sem er vesen  en gervigrasið er fínt og hópurinn er frábær, ég er mjög ánægður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona