Pep Guardiola kom blaðamönnum á óvart á blaðamannafundi í gær er hann var spurður út í þá Erling Haaland og Kevin de Bruyne.
Um er að ræða tvo mikilvægustu leikmenn City sem spiluðu ekki er liðið vann Aston Villa 4-1 í miðri viku.
Guardiola staðfesti að leikmennirnir væru einfaldlega hvíldir í þeim leik fyrir leik gegn Palace sem fer fram í dag.
Þrátt fyrir hvíldina er ekki víst að þeir spili leikinn gegn Palace miðað við orð Guardiola í gær sem er enn að fara yfir stöðuna.
,,Ég veit það ekki ennþá. Við vorum að spila fyrir tveimur dögum. Ég þarf að íhuga þetta,“ sagði Guardiola.