Crystal Palace 2 – 4 Manchester City
1-0 Jean-Philippe Mateta(‘4)
1-1 Kevin De Bruyne(’13)
1-2 Rico Lewis(’47)
1-3 Erling Haland(’66)
1-4 Kevin De Bruyne(’70)
2-4 Odsonne Edouard(’86)
Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var ansi fjörugur en sex mörk voru skoruð á Selhurst Park.
Gestirnir í Manchester City fögnuðu mikilvægum sigri þar sem Kevin de Bruyne átti stórleik.
Belginn skoraði fjórða mark City í 4-2 sigri og lagði þá upp önnur tvö áður en hann fór af velli undir lokin.
City er með 70 stig í öðru sæti deildarinnar og er búið að jafna topplið Liverpool að stigum.