Manchester United er í töluverðum vandræðum fyrir leik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Tveir miðverðir þurftu að fara af velli gegn Chelsea í gær en um er að ræða þá Raphael Varane og Jonny Evans.
Evans kom inná í hálfleik fyrir Varane en þurfti svo sjálfur að yfirgefa völlinn stuttu seinna.
Það eru fáir miðverðir til taks hjá United fyrir stórleik sunnudagsins en Lisandro Martinez og Victor Lindelof eru einnig frá.
Möguleiki er á að hinn ungi Willy Kambwala byrji leikinn gegn Liverpool en hann kom inná sem varamaður í 4-3 tapinu í gær.