Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið lánaður til Breiðabliks og mun leika með liðinu í sumar.
Frá þessu er greint í kvöld en Ísak er samningsbundinn norska stórliðinu Rosenborg.
Ísak spilaði 21 leik með Rosenborg í fyrra og skoraði í þeim sjö mörk en var fyrir það frábær hjá Blikum.
Ísak skoraði 20 mörk í 41 leik fyrir Blika fyrir tveimur árum og var einn besti ef ekki besti leikmaður deildarinnar.
Ísak er 22 ára gamall og á að baki sex landsleiki fyrir Ísland og hefur skorað eitt mark.
Rosenborg og Breidablik er enige om en utlånsavtale for Isak Thorvaldsson.
22-åringen reiser dermed tilbake til gamleklubben og hjemlandet i en avtale som strekker seg ut sesongen.
Lykke til, Isak 🖤🤍https://t.co/ROn2NhsHQm pic.twitter.com/frRoFYa5So
— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) April 5, 2024