fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Hallgrímur lá inni á sjúkrahúsi í viku – „Ég er enn að reyna að átta mig á alvarleika þessara veikinda“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 16:08

Hallgrímur Mar Steingrímsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Mar Steingrímsson getur ekki tekið þátt í fyrstu leikjum KA í Bestu deildinni vegna veikinda. Hann staðfestir þetta við Akureyri.net.

Þetta er áfall fyrir KA en Hallgrímur hefur verið besti leikmaður liðsins undanfarin ár. Hann segir við Akureyri.net að hann hafi fengið flensu og lungnabólgu í kjölfarið. Hann hefur legið á sjúkrahúsi í viku með sýklalyf í æð en fékk að fara heim í dag.

„Ég er enn að reyna að átta mig á alvarleika þessara veikinda,“ segir Hallgrímur, sem má ekki hefja æfingar á ný fyrr en eftir 10-14 daga.

„Ég get ekki alveg sagt til um það hvenær ég get byrjað aftur nákvæmlega, tíminn verður bara að leiða það í ljós.“

Hallgrímur mun sennilega ekki verða leikfær fyrr en eftir í fyrsta lagi 3-4 vikur.

KA mætir HK í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“