Íslands- og bikarmeistarar Víkings R. taka á móti Valsmönnum í Meistarakeppni KSÍ í dag 1. apríl á Víkingsvelli. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV 2.
Er þetta fjórða árið í röð sem Víkingur spilar þennan leik en þeir urðu meistarar meistaranna árið 2022 þegar þeir unnu 1-0 sigur gegn Breiðablik. Valur varð meistari meistaranna síðast árið 2018 eftir 2-1 sigur gegn ÍBV.
Í Meistarakeppni karla er keppt um Sigurðarbikarinn sem gefinn var af KR til minningar um Sigurð Halldórsson.
Miðaverð á leikinn er 2.500 kr. fyrir fullorða og 500 kr. fyrir börn. Miðasala fer fram í Stubb appinu.