Bjarni Mark Antonsson Duffield er á leið til Vals samkvæmt Dr. Football. Miðjumaðurinn er á mála hjá norska B-deildarliðinu Start en hann mun væntanlega koma inn í „sexuna“ hjá Val. Sú staða hefur mikið verið til umræðu.
Dr. Football segir að Bjarni verður kynntur til leiks hjá Val í næstu viku.
Bjarni er uppalinn hjá KA og hefur einnig leikið í sænska boltanum í atvinnumennsku. Hann á að baki þrjá A-landsleiki.
Ljóst er að koma hans styrkir stöðuna í liði Vals sem flestir hafa talið þurfa á styrkingu að halda. Líklegt er að Valur hafi þar með lokað leikmannahópi sínum.
Sterkasta byrjunarlið Vals í sumar?
Frederk Schram
Birkir Már Sævarsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Jakob Franz Pálsson
Sigurður Egill Lárusson
Bjarni Mark Antonsson
Aron Jóhannsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Jónatan Ingi Jónsson
Patrick Pedersen
Tryggvi Hrafn Haraldsson