Andre Onana, markvörður Manchester United, segist vera mikill aðdáandi fyrrum bardagamannsins Muhammed Ali sem er talinn sá besti í sögunni.
Onana var mjög hrifinn af hugarfari og viðhorfi Ali sem fór alla leið í íþróttinni og var lengi sá besti í heimi.
Líf Ali var ekki alltaf dans á rósum en það sama má segja um Onana sem upplifði til að mynda erfiða tíma fyrr í vetur.
Hann kýs þó alltaf að halda haus og horfa fram á bjartari tíma sem hefur skilað sér vel á ferlinum.
,,Þetta snýst allt um hans hugarfar, það var ekki auðvelt. Hann þurfti að ganga í gegnum mjög erfiða tíma en horfði alltaf á björtu hliðina, hann var jákvæður og ég er það líka,“ sagði Onana.
,,Ég hef alltaf sagt það að sama hvað gerist í lífinu, það rignir ekki að eilífu, sólin mun skína. Þrátt fyrir það mun sólin ekki skína að eilífu og regnið mun koma. Þú þarft bara að finna gott jafnvægi.“