fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Velta fyrir sér af hverju Hareide skoðaði ekki Gylfa Þór – „Farðu til Spánar og skoðaðu hann, sjáðu hann æfa“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. mars 2024 22:13

Gylfi Þór. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson setja stórt spurningarmerki við þá ákvörðun Age Hareide, landsliðsþjálfara að velja ekki Gylfa Þór Sigurðsson í hópinn.

Draumur Íslands um sæti á EM er úr sögunni eftir sárgrætilegt tap gegn Úkraínu í kvöld sem unnu þennan úrslitaleik.

„Maður skilur að hafa ekki valið hann út frá því, einu rökin sem ég sé fyrir því að velja hann ekki er að við vitum ekki standið. Þá á að hoppa upp í vél og sjá hvernig hann stendur, hann getur hjálpað okkur ef hann getur spilað korter,“ sagði Kári Árnason.

„Svona leikmenn geta alltaf hjálpað þér, ég hefði viljað Kolbein Sigþórsson með á HM þrátt fyrir að hann hefði bara getað spilað fimm mínútur.“

Lárus Orri segir að Hareide hefði átt að fara upp í flugvél til Spánar og horfa á Gylfa æfa þar með Fylki og síðan Val.

„Það eru skiptar skoðanir um þetta, fótbolti er ekki svart og hvítt. Þetta er allt á gráum svæðum, þú átt ekki að taka menn í landslið sem eru ekki í liði og ekki að spila reglulega. En svo koma svona hlutir eins og með Gylfa, við erum að tala um Gylfa sem hefur gert allt þetta fyrir fótboltann á Íslandi. Það hefði engin kvartað, hann valdi Aron Einar fyrir áramót þegar hann var ekki að spila neitt. Farðu til Spánar og skoðaðu hann, sjáðu hann æfa með Fylki og Val.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt
433Sport
Í gær

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði