Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Eftir rúman klukkutíma mætir íslenska karlalandsliðið því úkraínska í úrslitaleik um sæti á EM. Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað.
Age Hareide gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá því í sigrinum á Ísrael í undanúrslitum. Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson er snúinn aftur úr meiðslum. Inn í liðið einnig koma Jón Dagur Þorsteinsson og Andri Lucas Guðjohnsen.
Út úr liðinu fara Arnór Sigurðsson, sem er meiddur, Orri Steinn Óskarsson og Willum Þór Willumsson.
Guðlaugur Victor Pálsson og Arnór Ingvi Traustason byrja báðir en einhverjar áhyggjur voru uppi um þátttöku þeirra í vikunni.
Byrjunarlið Íslands
Hákon Rafn Valdimarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Guðmundur Þórarinsson
Hákon Arnar Haraldsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Arnór Ingvi Traustason
Jón Dagur Þorsteinsson
Albert Guðmundsson
Andri Lucas Guðjohnsen