Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Tveir dagar eru í að íslenska karlalandsliðið spili hreinan úrslitaleik við Úkraínu um sæti á EM í sumar. Óhætt er að segja að veðbankar hafi ekki mikla trú á íslenska liðinu.
Leikurinn fer fram í Wroclaw í Póllandi en þaðan flýgur liðið yfir frá Búdapest í dag. Undanúrslitaleikurinn gegn Ísrael fór fram hér í borg.
Meira
Ísland og Úkraína í sögulegu samhengi – Margt breyst frá því Strákarnir okkar sigruðu þá úkraínsku
Úkraína er talið mun sigurstranglegri aðilinn í leiknum á fimmtudag. Liðið er í 24. sæti heimslistans á meðan Ísland er í 73. sæti. Á Lengjunni er stuðullinn á sigur Íslands 4,68 en 1,51 á sigur Úkraínu.
Það er því óhætt að segja að íslenska liðið þurfi að vera upp á sitt besta á þriðjudag. Miði er möguleiki. Leikurinn hefst klukkan 19:45 á fimmtudag að íslenskum tíma.