Harry Redknapp, frændi Frank Lampard, fékk á dögunum erfiða spurningu er hann spilaði skemmtilegan leik í leiknum Winner Stays On.
Redknapp fékk þar að velja á milli tveggja leikmanna og var beðinn um að nefna betri knattspyrnumanninn í hvert skipti.
Hann fékk erfitt val í þessari keppni á milli Lampard og Paul Scholes sem eru báðir goðsagnir í enska boltanum.
Lampard gerði garðinn frægan með Chelsea og Englandi en Scholes var einnig enskur landsliðsmaður en lék fyrir Manchester United.
Þrátt fyrir tengsl sín við Lampard ákvað Redknapp að velja Scholes og vill meina að hann hafi verið besti miðjumaður Englands á sínum tíma.
Redknapp þjálfaði Lampard eitt sinn hjá West Ham en fékk aldrei tækifæri á að vinna með Scholes.