Manchester United er nú þegar með sinn eigin Jude Bellingham í miðjumanninum efnilega Kobbie Mainoo.
Þetta segir Harry Maguire, leikmaður United og Englands, en hinn 18 ára gamjli Mainoo var nýlega kallaður í enska landsliðshópinn.
Bellingham er einn besti miðjumaður heims í dag en hann spilar fyrir spænska stórliðið Real Madrid sem og England.
,,Ég sé ekki af hverju hann væri ekki tilbúinn. Ef þeir geta spilað óttalausir þá hef ég engar áhyggjur af þessum strákum,“ sagði Maguire.
,,Það er ótrúlegt að hann sé aðeins 18 ára gamall, hann er svo þroskaður leikmaður. Hann er eins og Jude Bellingham er hann var aðeins yngri.“
,,Ég sé hans gæði á æfingum á hverjum degi. Hann vill leggja sig fram og ég hef óskað honum til hamingju með árangurinn, hann á þetta skilið.“