fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Tölfræði sem lítur alls ekki vel út fyrir Ísland

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. mars 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Íslenska karlalandsliðið mætir Ísrael í kvöld í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Liðin hafa fimm sinnum áður mæst.

Um er að ræða afar mikilvægan leik en undir er hreinn úrslitaleikur gegn Úkraínu eða Bosníu um sæti á EM næsta sumar. Leikurinn fer fram hér í Búdapest vegna stríðsástandsins á Gasa.

Sagan vinnur ekki með Íslendingum þegar kemur að einvígum þessara liða. Þau hafa alls mæst fimm sinnum. Þar af hefur Ísrael unnið tvo og þrír hafa farið jafntefli. Íslenska liðið á því enn eftir að vinna það ísraelska.

Ísland og Ísrael voru saman í Þjóðadeildinni 2022 og fóru báðir leikir jafntefli. Það sama má segja vináttulandsleik árið 1992, en sama ár vann Ísland Ísrael í vinnáttulandsleik.

Loks vann Ísrael sigur í vináttuleik gegn Íslandi árið 2010.

Sagan verður vonandi önnur í kvöld. Leikurinn hefst 19:45 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl