fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Gylfi Þór segir þetta eina af ástæðum þess að hann valdi Val – „Ég er ekki viss hvort ég hefði gert þetta þegar ég var ungur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2024 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er smá breyting, þetta var frábær æfingaferð að baki,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson um aðstæður á Íslandi en hafði í fyrsta sinn með Val hér á landi í gær eftir að hafa skrifað undir.

Gylfi samdi við Val til tveggja ára en samningur hans við félagið hefur vakið gríðarlega athygli.

Hann segist ekki sjá eftir neinu að hafa skrifað undir þrátt fyrir að hafa æft í snjókomu og sól á sinni fyrstu æfingu í gær. „Ekki ennþá, við sjáum hvort það komi. Ég vissi að þegar það er ekki kominn apríl þá er veðrið svona hérna.“

video
play-sharp-fill

Gylfi segist finna fyrir þeim gríðarlega áhuga sem koma hans til félagsins hefur vakið. „Mér hefur verið sagt frá ársmiðum hér í Val og tekið eftir því, það er jákvætt að það sé meiri áhugi á deildinni. Liðin eru alltaf að verða sterkari og sterkari, vonandi mun þetta halda áfram að aukast.“

Búast má við því að allir leikmenn í Bestu deild karla sem mæta Gylfa hafi það markmið að stoppa hann. „Ég bjóst við því, þegar þú spilar fyrir einn af stærstu klúbbunum í deildinni þá eru liðin að gíra sig upp. Ég held að það komi bara sem sjálfsagður hluti, þegar þú ert í liði sem vilt berjast um titla.“

Hann segir gæðin á æfingum Vals til fyrirmyndar. „Ég æfði með þeim síðasta sumar og sá að gæðin og hraðinn eru góð. Æfingarnar á Spáni voru mjög góðar, við sjáum hvernig það er í gegnum tímabilið en hingað til verið gott.“

Opinberað var í dag að Gylfi myndi klæðast treyju númer 23 sem Adam Ægir Pálsson hafði áður, Adam bauð Gylfa það að taka númerið.

„Þetta byrjaði þar þegar ég valdi númerið í Swansea, 23 var ekki laust og Adam vildi láta mig fá það. Eftir töluverðan tíma að ákveða það að taka númerið, þá er ég ánægður,“ segir Gylfi sem efast um að hann hefði gert það sama og Adam.

„Ég er ekki viss hvort ég hefði gert þetta þegar ég var ungur, þetta er stemmingin í hópnum að láta manni líða vel. Þetta er ein af ástæðum þess að ég valdi Val, það er góð stemming.“

Viðtalið er í heild hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
Hide picture