fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Hjörtur ómyrkur í máli um stöðu sína – „Maður vill vera þar sem maður er metinn að verðleikum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. mars 2024 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Hjörtur Hermannsson fer ekki í felur með það að hann sé ósáttur með spiltíma sinn hjá ítalska B-deildarliðinu Pisa. Hann ræddi við 433.is á hóteli íslenska landsliðsins í Búdapest, en liðið undirbýr sig fyrir leik gegn Ísrael í umspili um sæti á EM.

Hjörtur gekk í raðir Pisa árið 2021 en undanfarið hefur hann verið í aukahlutverki.

„Það er engin óskastaða fyrir mig að vera ekki að fá eins margar mínútur og mér finnst ég skilið að fá og myndi vilja. En þjálfarinn þarf að velja ellefu leikmenn inn á og ég hef því miður þurft að bíta í það súra epli að vera oftar ekki á meðal þeirra,“ sagði Hjörtur.

Hann mun hugsa sér til hreyfings í sumar ef staðan breytist ekki.

„Ég held að það gefi auga leið að ef staðan verður svona áfram þurfi maður að líta í kringum sig. Ég ætla ekki að vera að hugsa of mikið um það núna en fótboltinn virkar bara þannig að maður vill spila sem mest og vera þar sem maður er metinn að verðleikum.“

Ítarlegra viðtal við Hjört er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Í gær

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Í gær

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
Hide picture